Sérstök móttaka, afhending og meðhöndlun

Einstök þjónusta fyrir einstakar sendingar

Hvert sem hún fer og með öllum tiltækum ráðum, við sækjum, meðhöndlum og afhendum sendinguna þína með þeim hraða og því öryggi sem hún á skilið

 

Þarftu að láta sækja sendingu utan opnunartíma? Þarftu sérstaka meðhöndlun til að ábyrgjast örugga afhendingu? Þá sjá sérstöku móttöku-, afhendingar- og meðhöndlunarþjónustur okkar um þín mál. Viðbótargjöld bætast við. Hafðu samband fyrir frekari upplýsingar.

 

Móttaka utan opnunartíma

Fyrir móttökur utan venjulegs opnunartíma, þá gerir móttaka eftir pöntun það að verkum að vörurnar þínar geta lagt af stað þegar þú ert tilbúin/n.

 

Laugardagsmóttaka / afhending

Um helgar getum við sótt sendingar á föstudegi og afhent á laugardegi, eða sótt á laugardegi og afhent á mánudegi.

 

Þjónusta á afskekktum svæðum

Fyrir okkur er enginn staður of fjarlægur eða of erfitt að nálgast. Við getum afhent og sótt sendingar á svæðum sem erfitt er að nálgast eða eru afskekkt, gegn viðbótargjaldi. Hér getur þú skoðað lista yfir þessi svæði, hlaða niður lista samkvæmt póstnúmeri.

 

Afhent til einstaklinga

Afhendingar eru ekki bundnar við aðsetur fyrirtækja. Til að mæta þörfum viðskiptavina þinna þá getum við afhent á heimilsföng einstaklinga líka.

 

Sérstök meðhöndlun

Ef sendingin þín er umfram stærðartakmarkanir eða getur ekki verið meðhöndluð á færibandi þá mun hún fá sérstaka meðhöndlun.

 

Meðhöndlun sendinga í fleiri en einum kassa

Ef sendingin þín inniheldur fleiri en einn kassa, þá meðhöndlum við þá eins um eina sendingu væri að ræða.

 

Sérmeðhöndlun

Ef sendingin þín er af óvenjulegri stærð eða lögun, þá mun starfsfólk TNT tryggja að hún sé meðhöndluð á viðeigandi hátt, eins og alltaf. Þetta getur átt við:

 

  • Óstaflanlega hluti.
  • Skilgreint og flokkað innihald samkvæmt stöðlum IATA, ADR og annara flutningsreglugerða.

Fyrir frekari upplýsingar vinsamlegast hafið samband við þjónustuver