Fraktþjónusta

Með flugi eða bíl

Fraktþjónusta okkar er hagkvæmur og tilvalinn valkostur fyrir stórar, þungar eða ólögulegar sendingar. Þjónustuframboð okkar í millilandaflutningsmiðlun merkir að við getum ávallt meðhöndlað allt sem þú þarft að senda – stærð, þyngd og lögun skipta engu máli. Við bjóðum víðtæka inn- og útflutningssérfræðiþekkingu í yfir 200 löndum. Víðtæk þjónusta okkar er þægileg og áreiðanleg leið til að halda niðri flutningskostnaði þínum. 

Flugfrakt

Flugfrakt er mjög hagkvæm lausn fyrir þyngri og ekki eins áríðandi sendingar milli landa. Veldu hraða og verð sem hentar þínum fjárhag. Við munum upplýsa þig um stöðuna á öllum stigum ferlisins.
 

  • Flutningur upp að dyrum (e. door-to-door) er möguleiki
  • Sjáum um inn- og útflutningsafgreiðslu fyrir þig
  • Flutningur til flugvallar (e. door-to-airport) er einnig möguleiki
  • Ákjósanlegt fyrir sendingar yfir 100 kg eða sendingar í ólögulegri stærð