Þegar tíminn skiptir máli

Lausnir eftir pöntunum fyrir allar afhendingar

Fyrir sendingar sem eru mjög viðkvæmar fyrir flutningstíma, þá getum við sérsniðið lausn á staðnum. Hvort heldur sem það sé með sérstöku farartæki, hraðsendli um borð eða leigu á flugvél, þú getur treyst okkur fyrir að koma sendingunni þinni til skila eins hratt og mögulegt er – hvar sem er í heiminum.

Tileinkað farartæki

Hafðu fulla stjórn á flutningi sendinga í Evrópu með því að óska eftir sérstöku farartæki til flutnings og afhendingar. Við útvegum viðeigandi farartæki sem hentar þinni sendingu, svo þú getir alltaf uppfyllt kröfur viðskiptavina þinna.
 

  • Örugg þjónusta upp að dyrum – allan daginn, alla daga
  • Mögulegt að fá sendlabíla, flutningabíla og hitastýrða- eða öryggisbíla
  • Sérsniðnar lausnir og hagkvæmustu flutningaleiðirnar
  • Tollafgreiðsla og staðfesting á afhendingu
  • Valmöguleiki á tryggingum fyrir allar gerðir sendinga

Sendill um borð

Þegar mikilvægustu sendingarnar þínar þurfa persónulega nánd, þá bjóðum við uppá sérhæfða, alþjóðlega sendlaþjónustu fyrir pakka og skjöl.
 

  • Næsta mögulega farþegaflug.
  • Persónuleg afhending til ákveðins viðtakanda
  • Öruggur flutningur alla leið
  • Heppilegt fyrir viðkvæmar, verðmætar og mikilvægar afhendingar
  • Valmöguleiki að tryggja allar tegundir sendinga

Leiguflug

Fyrir stórar, mikilvægar sendingar getum við boðið uppá sérhæfðar leiguflugvélar gegn sérstöku samkomulagi.
 

  • Heppilegt fyrir óvenjulega þungar eða umfangsmiklar vörur eða vörur með stuttan líftíma
  • Fullkomin yfirsýn og stjórn, hvar sem er í heiminum
  • Valmöguleiki að flytja alla leið, ásamt tollafgreiðslu
  • Samdægursþjónusta möguleg innan Evrópu
  • Valmöguleiki að tryggja allar tegundir sendinga

Næsta flug út

Þegar flytja á áríðandi skjöl og pakka, bjóðum við upp á sendingarþjónustu frá dyrum til dyra með næsta tiltæka flugi.
 

  • Í boði fyrir alþjóðlegar sendingar
  • Afhending samdægurs eða daginn eftir til margra áfangastaða í heiminum
  • Í boði allan sólarhringinn, 365 daga ársins
  • Sérsniðin lausn fyrir sérhverja sendingu
  • Örugg sendingarþjónusta frá dyrum til dyra, eða frá dyrum til flugvallar
  • Fylgiskjöl og skjót tollafgreiðsla eru innifalin
  • Stystu flutningstímarnir innan okkar þjónustunets