Vörureikningur

Náðu réttu tökunum til að flýta fyrir flutningi

Lykillinn að skjótri tollafgreiðslu er fullunninn og réttur vörureikningur. Tollayfirvöld þurfa hann til að meta hugsanlega skatta og gjöld. Með því að fylla hann rétt út má komast hjá töfum.

Vörureikningur sniðmát

Við bjuggum til einfalt og aðgengilegt sniðmát, til að hjálpa þér að klára vörureikninginn. Vinsamlegast athugaðu: Sniðmátið er eingöngu ætlað til leiðbeiningar fyrir viðskiptavini. Vinnsla og innsending vörureiknings er á ábyrgð þess aðila sem undirritar hann.

Grundvallaratriði vörureikningsins

Hvað er í sendinguni þinni?

 

Vörulýsing

Þetta veitir tollayfirvöldum greinilegar upplýsingar um innihald sendingarinnar. Lýsingin ætti að útskýra hvað það er, úr hverju og til hvers það er notað (ef við á). Þetta á að vera skýrt og lýsa öllum hlutum sem eru í sendingunni.

 

Samræmd tollskrárnúmer

Samræmda tollskráin (ST-númer) flokkar vörur svo að tollayfirvöld geti vitað hvaða skattar, gjöld og eftirlit eiga við. Þetta er valkvætt, en ef númerið fylgir, auðveldar það skjóta tollafgreiðslu.

$

Metið sendinguna þína af nákvæmni

Þó hluturinn sé sýnishorn, gjöf eða endursending, hefur hann samt virði sem samsvarar að minnsta kosti framleiðslukostnaði. Uppgefið virði hans ætti að vera eins nákvæmt og mögulegt er. Ef tollurinn dregur mat þitt í efa, gæti það leitt til tafa og sekta. Og ein ráðlegging enn, skráðu virði vörunnar í þeim gjaldmiðli sem tiltekinn er á reikningnum.

Upprunaland

Þetta lýsir því hvar varan er framleidd. Það getur verið annar staður en þaðan sem hún var send. Í sumum tilfellum gæti þurft upprunavottorð. Til að fá frekari upplýsingar um upprunavottorð, skaltu vinsamlegast hafa samband við verslunarráðið á þínum stað.

Veldu rétta alþjóðalega viðskiptaskilmála(Incoterms)

Þú verður að fylla út viðskiptaskilmálana (Incoterms) á hverjum vörureikningi. Incoterms® 2010 eru alþjóðlega viðurkenndir staðlar sem Alþjóðaverslunarráðið hefur komið á. Þeir gera tollayfirvöldum kleift að auðkenna eiganda sendingarinnar, hvar sem hún er stödd í flutningunum.

Sértu með sölusamning, tiltekur hann Incoterms-kóða. Sértu ekki með sölusamning, þarftu að velja einn af Incoterms-kóðunum sem gildir um þínar sendingar, sem fluttar eru á landi eða í lofti. Til dæmis, DAP (Afhent á stað) merkir að þú, í hlutverki sendanda, borgar fyrir flutninginn, en viðtakandinn ber ábyrgð á sköttum og gjöldum.

Komast auðveldlega í gegnum tollinn

Nú sérðu hvernig þú kemst auðveldlega í gegnum tollinn, með réttum sölureikningi. Þú getur fyllt út þinn eigin, eða sparað tíma og notað formið okkar fyrir sölureikninga.