Viðskiptaskilmálar (incoterms)

Hvað er þetta?

Enska heitið „Incoterms“ er stytting á International Commercial Terms. Þessir alþjóðlegu viðskiptaskilmálar voru fyrst gefnir út árið 1936 og samanstanda af 11 reglum sem skilgreina ábyrgð aðila í alþjóðlegum viðskiptum.

Hvers vegna eru þeir svona mikilvægir?

Vegna þess að þeir eru viðurkenndir og notaðir allt frá Austin til Önundafjarðar. Þeir þurfa að koma fram á öllum vörureikningum og minnka verulega líkurnar á því að kostnaðarsamur misskilningur komi upp.

Hvað fela þeir í sér?

Alþjóðlegir viðskiptaskilmálar ICC (Incoterms) skilgreina verkefni, áhættu og kostnað í viðskiptum þegar vara færist frá seljanda til kaupanda.

Þrír algengustu skilmálarnir

EXW – Ex-Works

  • Kaupandinn tekur á sig nánast allan kostnað og áhættu í sendingarferlinu
  • Eina verkefni seljandans er að tryggja að kaupandinn hafi aðgang að vörunum
  • Þegar kaupandinn hefur fengið aðgang tekur hann á sig alla ábyrgð (þar á meðal á fermingu varanna)

Áhætta færist frá seljanda til kaupanda:

Í vöruhúsi eða skrifstofu seljanda, eða þar sem vörurnar eru sóttar.

DAP – Delivered At Place

  • Seljandinn tekur á sig kostnað og áhættu við flutning vara á umsamið heimilisfang
  • Vörur eru flokkaðar og afhentar þegar þær hafa borist á heimilisfangið og þær eru tilbúnar til affermingar
  • Ábyrgð varðandi innflutning og útflutning er sú sama og í DAT

Áhætta færist frá seljanda til kaupanda:

Þegar vörur eru tilbúnar til affermingar á umsamið heimilisfang

DDP – Delivered Duty Paid

  • Seljandinn tekur á sig nánast alla ábyrgð í sendingarferlinu
  • Þeir ná yfir allan kostnað og áhættu við flutning vara á umsamið heimilisfang
  • Seljandinn tryggir einnig að vörurnar séu tilbúnar til affermingar, tekur á sig ábyrgð á útflutningi og innflutningi og greiðir öll gjöld

Áhætta færist frá seljanda til kaupanda:

Þegar vörurnar eru tilbúnar til affermingar á umsamið heimilisfang.

 

Aðrir viðskiptaskilmálar

 

CIP – Carriage And Insurance Paid To

  • Sama ábyrgð og með CPT að því undanskildu að seljandi greiðir einnig fyrir tryggingu varanna
  • Seljandi er einungis skyldugur til að kaupa lægstu mögulegu tryggingu
  • Ef kaupandinn þarf meiri tryggingu þarf hann sjálfur að gera slíkar ráðstafanir

Áhætta færist frá seljanda til kaupanda:

Þegar flutningsaðili kaupanda tekur við vörunum.

DAT – Delivered At Terminal

  • Seljandinn ber ábyrgð á kostnaði og áhættu við afhendingu vara á afhendingarstað
  • Afhendingarstaður getur verið flugvöllur, vöruhús, vegur eða gámasvæði
  • Seljandi sér um tollafgreiðslu og affermir vörur á afhendingarstað
  • Kaupandi sér um tollafgreiðslu inn í land og tengd gjöld

Áhætta færist frá seljanda til kaupanda:

Á afhendingarstað.

FCA – Free Carrier

  • Seljandinn ber ábyrgð á því að koma vörum til flutningsaðila kaupanda á umsömdum stað
  • Seljandinn sér einnig um tollafgreiðslu úr landi

Áhætta færist frá seljanda til kaupanda:

Þegar flutningsaðili kaupanda tekur við vörunum.

CPT – Carriage Paid To

  • Sama ábyrgð fyrir seljanda og í FCA að því undanskildu að flutningskostnaður fellur á seljanda
  • Eins og með FCA er það á ábyrgð seljanda að tollafgreiða vörur úr landi

Áhætta færist frá seljanda til kaupanda:

Þegar flutningsaðili kaupanda móttekur vörurnar. EXW – Ex-Works.

FAS – Free Alongside Ship

  • Seljandi ber allan kostnað og áhættu þar til vörur hafa verið afhentar upp að skipi
  • Áhættan færist þá yfir á kaupanda, sem sér um útflutning og tollafgreiðslu inn í land

Áhætta færist frá seljanda til kaupanda:

Þegar vörur hafa verið afhentar upp að skipi.

FOB – Free On Board

  • Seljandi ber allan kostnað og áhættu þar til vörur hafa verið afhentar um borð í skip
  • Hann sér einnig um tollafgreiðslu úr landi
  • Öll ábyrgð færist yfir á kaupanda um leið og vörurnar eru um borð í skipinu

Áhætta færist frá seljanda til kaupanda:

Þegar vörur hafa verið afhentar um borð í skip.

CFR – Cost And Freight

  • Seljandi ber sömu ábyrgð og í FOB en þarf einnig að greiða kostnað af því að flytja vörur í höfn
  • Eins og með FIB færist öll ábyrgð yfir á kaupanda um leið og vörur eru um borð í skipinu

Áhætta færist frá seljanda til kaupanda:

Þegar vörur eru um borð í skipinu.

CIF – Cost, Insurance And Freight

  • Seljandinn ber sömu ábyrgð og með CFR en tekur einnig á sig tryggingarkostnað
  • Eins og með CIF ber seljandanum aðeins skylda til að kaupa lágmarkstryggingu
  • Ef kaupandinn þarf meiri tryggingu þarf hann sjálfur að greiða fyrir hana

Áhætta færist frá seljanda til kaupanda:

Þegar vörur eru um borð í skipinu.

Ertu búin(n) að kynna þér viðskiptaskilmálana? Frábært. Byrjum að senda.